Kæri félagi

Nú fer að líða að opnun vallar og er gróandi góður og byrjum við á að opna eingöngu fyrir GHG fullgreiðandi félaga.

Við viljum benda kylfingum á að passa uppá stillingar í golfbox appi eða á heimasíðu golf.is. Ætlunin er að nota golfbox meira og nota það í stað póstkerfis/fjölpóst sem við höfum verið að nota. 
Hægt er að stilla golfbox þannig að það sendi tölvupóst þegar það koma skilaboð eða fréttir frá Golfbox. Við setjum hérna fyrir neðan nokkrar myndir svo auðveldara er að glöggva sig á hvernig hægt er að stilla appið.
Við munum senda áfram fréttir af starfi með fjölpóst eitthvað áfram og svo að sjálfsögðu eru fréttir á okkar heimasíðu ásamt fréttum á Facebook en þó ekki allar þar sem golfbox verður okkar aðal skilaboðaskjóða í framtíðinni ásamt heimasíðu. 

Viljum benda kylfingum á að hafin er vinna að framanverðu við skála og verður gengið inn að aftan í gegnum hermi á meðan það varir. 

Kær kveðja. 
Stjórn og starfsfólk

Leiðbeiningar fyrir Golfbox

Byrjum á að smella á “Forsíðan mín” Smellum svo á “Stillingar” Hér er hægt að velja um mismunandi stillingar hvernig þú vilt fá skilaboðin til þín. Muna að smella á uppfæra þegar búið er að velja. Viðbót: Til að þurfa ekki endalaust að muna lykilorð er hægt að velja að skrá sig inn með fingra- eða andlitsskanna.

Leave a Reply