Hvað er í boði?

Golfklúbbur Hveragerðis hefur uppá margt að bjóða.

Hlýlegt og notalegt umhverfi og viðmót.
Líflegt félagsstarf allan ársins hring.
Innanfélagsmót í hverri viku.
Öflugt kvennastarf.
Einstaklega blómlegt barna og unglingastarf.
Ekkert inntökugjald.
Rástímaskráningu á golf.is
Nýliðanámskeið að vori, félögum að kostnaðarlausu.
Æfingaaðstöðu að vetri sem er með þeim allra bestu sem völ er á innanhúss.
Félagar í GHG geta boðið með sér einum gesti þegar þeir spila gegn 50% afslætti af fullu vallargjaldi

Síðast en ekki síst býður klúbburinn aðgang að Gufudalsvelli sem er ein af perlum golfsins og einn
vinsælasti golfvöllur landsins síðustu ár.
 Völlurinn er vel kynntur meðal kylfinga og skartar
stórbrotnu umhverfi og náttúrufyrirbærum sem gera hann einstakan.
Gufudalsvöllur hefur notið nosturslegrar umhirðu sem hefur 
skilað sér
í ástandi sem jafnast á við það besta á Íslandi.