Staðarreglur

Gufudalsvöllur
Staðarreglur: 

 1. Vallarmörk eru girðingar og hvítir hælar. Þegar 8. braut er leikin er svæðið hægra megin við hvítu hælana út af, annars eru þeir óhreifanleg hindrun.
 2. Öll mannvirki eru hluti vallar. Eftirtaldir hlutir eru óhreifanleg hindrun:
 • Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið.
 • Ofaná liggjandi vatnsrör, slöngur og vökvunarbúnaður.
 • Hitaveiturör og -stútar, eldri sem nýrri.
 • Allir hælar.
 • Brautarmerkingar, bekkir og ruslafötur.
 • Yfirborð vega og göngustíga.
 • Leiktæki við 3. flöt.
 • Trjágróður sem er lægri en sem nemur 6 járni.(Fara skal að skv. Reglu 24-2)
 1. Hverasvæði milli 1. og 2. brautar, merkt með rauðum hælum er hliðarvatnstorfæra þaðan sem leikur er bannaður. Láta skal boltann falla á næsta fallreit við þann stað sem boltinn síðast skar torfæruna gegn einu vítishöggi, jafnvel þótt sá staður sé nær holu.

Ath. Þetta svæði er hættusvæði og er stranglega bannað að fara inn á það, það getur verið LÍFSHÆTTULEGT!

 1. Rafeindabúnaður til fjarlægðarmælinga, s.s. GPS og Laser, er leyfður samkvæmt heimild í úrskurði 14-3/0.5 í Decisions on the Rules of Golf 2006-2007.
 2. Bolti hreyfist af slysni á flöt

  Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir:

  Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði.

  Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1.

  Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.

  Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist boltamerki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.

Að öðru leyti skal leika eftir golfreglum The Royal &Ancient Golf Club of St. Andrews.

Víti fyrir brot á staðarreglum: Höggleikur – 2 högg. Holukeppni – holutap