Gleðilegt sumar!

Kæri félagi.

Núna er ljóst að ekki næst að opna Gufudalsvöll á Sumardaginn fyrsta (23. apríl) eins og stefnt var á, því enn er frost í jörðu á nokkrum stöðum og völlurinn því mjög blautur á þeim stöðum, þannig að við ætlum að virkja varaáætlunina eða að opna völlinn á föstudaginn 1. maí.

Næsta laugardag þann 25. apríl var stefnan að vera með vinnudag og svo Jaxlamótið í framhaldi, en vegna takmarka á samkomum og annarra  tilmæla Sóttvarnalæknis, verður það ekki með hefðbundnu sniði.

En nokkrir félagar ætla að koma saman hér í Gufudal á laugardaginn 25. apríl og skipta sér í litla hópa sem munu dreifa viðveru sinni yfir daginn og vinna að ýmsum verkefnum, þeir munu að sjálfsögðu passa upp á 2 metraregluna og öll önnur tilmæli frá þríeykinu fræga.

Verkefnin eru af ýmsum toga, við allra hæfi og vel er hægt að dreifa þeim yfir daginn.

Hvetjum sem flesta til að koma, en þó ekki of marga í einu. Kaffi og með því í boði.

“Jaxlamótið” sjálft verður svo haldið eftir 4. maí eða þegar búið verður að heimila golfmótahald.

Gleðilegt sumar
Kveðja frá stjórn GHG

PS hvetjum nýja félaga að skrá sig á póstlista okkar hér að neðan til að fá fréttir af starfi í sumar.

Leave a Reply