Opnun vallar og fréttatilkynning vegna COVID-19

Kæri félagi.

Vorið er að bresta á og nýjar reglur á tímum Covid-19 eru komnar í gang.
Stefnt er að því að opna völlinn á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl ef
vallaraðstæður leyfa.
Minnum fólk á að notast við golf.is og skrá sig í rástíma þar sem reglur
gera ráð fyrir að það séu 15 mín á milli holla.
Þeir sem ekki hafa náð að skrá sig sjálfir inn í nýja tölvukerfið,
geta pantað tíma á mánudaginn
næsta og mætt í skála og fengið aðstoð við að skrá sig inn í kerfið.  (Annars má líka finna allar upplýsingar um það á golf.is.)
ALLIR þurfa að vera skráðir inn í kerfið til að notast við
rástímaskráningu. Minnum á að félagar hafa heila viku til að bóka sig fram í tímann í rástíma.
App er líka komið til að notast við í símum og heitir það
golfbox. Kylfingar geta nálgast það frítt.
Til að skrá sig fyrir aðstoð þarf að senda póst á ghg@ghg.is. Aðstoð
verður í boði frá 10-12 og 14-18 og er tímum úthlutað.

Kveðja stjórn GHG

Hér má finna PDF skjal frá heilbrigðisráðuneytinu

Leave a Reply