Opnuna á sumarflatir og vinnudagur

Opnum á sumarflatir fyrir félagsmenn eins fljótt og völlurinn leyfir

Nú er völlurinn okkar allur að koma til og hlökkum við til að bjóða ykkur að spila inn á sumarflatir eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir félagsmenn inn á sumarflatir eins fljótt og völlurinn leyfir. Það verður tilkynnt með stuttum fyrirvara þegar hann verður tilbúinn. Við stefnum síðan á að opna fyrir aðra en félagsmenn snemma í maí mánuði.

Vinnudagur og Jaxlamót GHG 30. apríl kl. 09.00

30. apríl nk. bjóðum við félögum í GHG að mæta til vinnudags og Jaxlamót GHG (einungis þeir sem taka þátt í vinnudegi öðlast þátttökurétt í mótinu)

Vinnudagurinn hefst kl. 09.00 um morguninn, súpa í hádeginu og svo verður haldið hið geysivinsæla Jaxlamótið í kjölfarið, stefnum á að ræsa út milli 13:00 og 13:30.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka til hendinni í góðum félagsskap.

Óskum eftir að einhver mæti á bíl með kerru sem getur nýst í að fara með drasl á gámasvæðið! Verið í sambandi við vallarstjóra ef þið getið boðið fram einhver önnur nytsamleg tæki sem gætu nýst á deginum.

Fyrsta þriðjudagsmót sumarsins
Fyrsta þriðjudagsmót sumarsins verður haldið 3. maí nk fyrir félagsmenn.

Með golfsumarkveðju,
Stjórn GHG

 

Leave a Reply