Konukvöld 2022

Kæru golffélagar 

Kvennanefndin blæs nú til konukvölds til að starta vonandi góðu golfsumri. Föstudaginn 6. maí kl. 18.30 í golfskálanum Gufudal ætlum við að koma saman og eiga frábært start.

Það verður tekið á móti ykkur með fordrykk og súkkulaðihúðuðum jarðarberjum. Boðið verður upp á gómsæta tapasrétti frá Veisluþjónustu Suðurlands.

Dagskrá kvöldsins:
Dagskrá sumarsins kynnt.
Partý BINGÓ með Siggu Kling
Glæsilegir vinningar svo sem hótelgistingar, út að borða á veitingarstöðum og upplifanir
Golffatnaður til sölu
Hringur verslun og Spunalín verða á staðnum
 
Skrá þarf þátttöku fyrir 2. maí n.k.  og aðeins verða 50 miðar í boði.  Takið endilega með ykkur gesti.  Fyrstir koma fyrstir fá! Hér er hægt að skrá sig
  
Eftir að þú hefur skráð þig þá þarf að staðfesta skráningu með því að  leggja inn  á bankareikning 4.800 kr.  0586-14-400283 Kt. 120758-5439
 
Kær kveðja
Kvennanefndin

 

Leave a Reply