GHG Vallarstjórn

Golfklúbbur Hveragerðis óskar eftir að ráða jákvæðan og
öflugan einstakling í stöðu vallarstjóra á golfvöll GHG.
Um heilsársstarf er að ræða.

Helstu verkefni:
Umsjón með umhirðu, viðhaldi og framkvæmdum á golfvelli klúbbsins í Gufudal og sem og öðrum umráðasvæðum klúbbsins og daglegu eftirliti á þessu stöðum
Umsjón með þeim verkefnum sem golfklúbburinn tekur að sér við slátt og umhirðu grænna svæða fyrir aðra aðila í Hveragerði
Vinna náið með framkvæmdastjórn klúbbsins við gerð verk- og framkvæmdaáætlana
Vinna náið með vallarnefnd klúbbsins.
Umsjón með ráðningu vallarstarfsfólks.
Vallarstjóri aðstoðar framkvæmdastjórn við árlega skýrslugerð um viðhald og framkvæmdir á golfvelli og umráðasvæði klúbbsins svo og um vélar og tæki

Hæfniskröfur:
Reynsla af vinnu á golfvelli
Reynsla af mannaforráðum
Reynsla í skýrslugerð
Reynsla af viðhaldi véla og tækja

Umsóknir sendist á netfangið golfskali@ghg.is fyrir 20. nóvember 2020

 

Leave a Reply