Fréttir af vetrarstarfinu Febrúar

Kæri félagi.

Þorrablót
Það var gerð villa í síðasta fréttabréfi varðandi dagsetningu á þorrablótinu okkar.
Þar var sagt 24. febrúar en þetta verður föstudaginn 22. febrúar. Biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum alla til að taka kvöldið frá. Skráning hjá Einar Lyng. ghg@ghg.is fyrir 15 febrúar.

Gönguskíðabraut
Nú hefur verið lögð gönguskíðabraut um völlinn hjá okkur.
Er þetta verkefni sem við erum með í á vegum Hveragerðisbæjar.
Nokkuð góð mæting var í brautina og hafa þó nokkrir nýtt sér það að ganga um völlinn okkar.

Púttmótaröð
Púttmótaröðin í Hamarshöllinni gengur vel og hvetjum við alla til að koma og vera með.
Er hún þennan veturinn á miðvikudögum klukkan 19:30 og er til 21:00.

Vetraræfingar
Æfingar eru komnar á fullt skrið fyrir félaga og alla hressa krakka sem hafa áhuga á að koma og vera með.
Afrekshópur er beðinn að mæta einnig á þessar æfingar og eru þær klukkan 17:00 í Hamarshöll þar sem við höfum allan salinn.
Æfingar eru settar þannig upp að við setjum 6 keilur í stóra salinn og sláum 3 kúlur á skotmark og er lengd hverrar þrautar frá 30 metrum upp að 50 metrum og skerpir þetta vel á stuttu höggunum. Golfkennsla er í boði í þessum tímum.

Árgjöld
Hvetjum síðan kylfinga til að muna eftir árgjöldum og hafa samband varðandi leiðir sem hver og einn óskar eftir.

Almennar upplýsingar
Hvetjum við kylfinga um að passa að skráning um persónuupplýsingar séu réttar á golf.is.
Ef vantar aðstoð við það er hægt að hafa samband við Einar Lyng.

Stjórn og starfsfólk GHG.

 

 

Leave a Reply