Fréttir af starfi maí/júní

Völlur er að verða grænni og grænni með hverjum degi og er honum hrósað vel þessa dagana af kylfingum sem koma við hjá okkur í skálanum. 
Strákarnir gera allt sem þeir geta til að gera okkar upplifun sem besta. Mynnum svo á að vera dugleg að laga boltaför.

Barna og unglingaæfingar fara vel af stað og er búin að vera góð mæting á þær. 

Nýliðaæfingar hefjast í þessari viku og hvetjum við alla nýliða að koma í hóp á Facebook sem heitir “Nýliðar GHG 2022” og er það opinn hópur. Æfingar verða í júní og júlí og fer skráning fram í þessa tíma í FB hóp. 
Fyrsta nýliðaæfing er nk. fimmtudag kl 19:00 2. júní. 
Bjóðum alla nýliða velkomna og þeir sem voru nýliðar á síðasta ári velkomin að koma og vera með í ár. 

Skráning er hafin í meistaramót. 

Fyrirtækjahópar eru byrjaðir að koma í heimsókn og vil ég minna félagsmenn á að sýna því tillitsemi ef eitthvað dregst á langinn eða rástímar eru ekki alveg á skráðum tímum þar í kring. 

Njótið sumarsins. 
Kveðja frá GHG

Leave a Reply