Fréttir af starfi

Kæri félagi.

Nú er völlurinn að koma mjög vel undan vetri en kuldinn aðeins að stríða okkur. Skálinn er nú opinn alla daga.
Bókanir fara hægt af stað og minnum við á að félagsmenn hafa viku fyrirvara til rástímabókana.
Þriðjudagsmótin KFC-Skalli eru á sínum stað og stigalistinn byrjaður að telja. Hvetjum alla til að taka þátt.

Barna og unglingaæfingar hefjast á mánudag þann 16. maí og verða í sumar klukkan 18-18:45 á mánudögum og fimmtudögum.
Börn fædd 2016 og fyrr velkomin. Kylfur og kúlur á staðnum.

Kvennatímarnir eru að hefjast á mánudag klukkan 18:00 og hvetjum við konur að fjölmenna í þessa tíma.

Þeir sem ekki hafa greitt greiðsluseðla sem voru settir í heimabanka í vetur fyrir árgjaldi 2022 fyrir mánudag 16. maí verða teknir úr golfbox og kröfur feldar niður eftir.

Hægt er að skrá sig í kaffiáskrift í skála og kostar 5.000 kr.

Gleðilegt golfsumar.

Kveðja frá starfsfólkinu á vellinum.

Leave a Reply