Þorrablót GHG – 2020

Kæru klúbbfélagar

Þorrablót Golfklúbbs Hveragerðis verður haldið laugardaginn 15. febrúar í golfskálanum. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20:00.
Skemmtiatriði þetta árið er í boði kvennanefndarinnar.

Aðgangseyrir er 3.500 kr.

Endilega bjóðið með ykkur gestum. Allir velkomnir.
Til að skrá þátttöku sendið póst á ghg@ghg.is fyrir 12. febrúar eða
hringja í síma 483 5090.
 
Við minnum á að enn er hægt að greiða árgjaldið á sama verði og var 2019. Tilboðið gildir til 15. febrúar. Frír drykkur í boði golfklúbbsins fyrir þá sem greiða fyrir þennan tíma á Þorrablóti. Reikningur: 0314-26-925 Kennitala: 570893-2389
 
Drykkir á tilboði í skála en auðvitað má taka með sér nesti. 😎

Kveðja stjórn GHG

Leave a Reply