Fréttir af starfi GHG

Vetraræfingar og púttmótaröð 

Við viljum þakka fyrir flotta þátttöku í púttmóti og mánudagsæfingu. Jafnframt  viljum við minna á næsta mót sem verður á morgun laugardag og æfingu á mánudag. Æfingarnar á mánudögum er þannig að við fáum púttvöllinn klukkan 20:30 og salinn klukkan 21:00. Við setjum upp stuttaspils æfingar inn í stóra salnum og er einnig hægt að slá í net þar.

Golfnámskeið 

Einar Lyng golfkennari er nú að bjóða félögum að taka þátt í golfnámskeiði í Hamarshöll á sunnudögum. Þetta eru 4 sunnudagar í 45 mínútna tíma þar sem er farið í sveiflugreiningu og fyrirlestur um pútt og stutta spilið. 8.000 kr. kostar á námskeiðið. Nánar hjá Einari Lyng.

Golfferð í apríl 

Vegna sterkra tengsla okkar við VITA golf höfum við náð í góðan afslátt fyrir GHG félaga í tvær golfferðir til El Rompido á Spáni í vor. Það er nú þegar nokkur áhugi á meðal félagsmanna. Ferðirnar sem eru í boði eru vikuferð, 3. – 10. apríl og tíu daga ferð 10. – 20. apríl. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Einar Lyng fyrir nánari upplýsingar um verð og bókunarupplýsingar. Einar starfar sem fararstjóri fyrir VITA golf á El Rompido.

Hægt er að ná í Einar Lyng í síma 7712410 eða í netpósti einarlyng@ghg.is

Kveðja GHG

Leave a Reply