Fréttir af starfi GHG

Nú er búið að opna völlinn fyrir félagsmenn. Gert er ráð fyrir að opna fyrir almenning í vikunni.

Kvennastarfið
er komið á fullt og ætla þær að hittast á mánudögum í sumar líkt og undanfarin ár kl. 18:00

Kvennamót
Minnum konur á að fjölmenna á kvennamótið sem haldið verður þann 10. júní

KFC Skalli
hefst síðan næsta þriðjudag, 30. maí, og hvetjum við alla til að koma og vera með í því.

65+ er hópur
sem ætlar einnig að hittast í sumar og er búið að ákveða að hittast klukkan 10:00 á þriðjudögum og á að byrja þann 30 maí.

Barna og unglingaæfingar
fara á sumartíma nú í vikunni og verða æfingar í allt sumar á mánudögum og fimmtudögum frá 17-17:50 hjá stelpum og 18-18:50 hjá strákum og eru allir krakkar hvattir að koma og vera með, það eru kylfur á staðnum.

Krakkanámskeiðin 
hefjast 19 júní og verða frá 09:30-12:00. Nánar um það á www.hveragerdi.is

Nýliðaæfingar
Nýliðaæfingar fara síðan af stað miðvikudaginn þann 7 júní og verða æfingarnar 4 í sumar kl 18:00. Hvet nýliða til að skrá sig á þær. Ef fólk hefur áhuga á að vera með og rifja upp, að þá hentar þetta kylfingum á allri getu. Einstaklingsmiðað og fyrirlestrar. Nánar um það hjá Einari á netfangið einarlyng@ghg.is. Einnig verður farið yfir golfbox í fyrsta tíma.

Gleðilegt sumar!
Kveðja frá stjórn GHG

Leave a Reply