Bændaglíma 2016

baendur2016Bændaglíma okkar verður haldinn næsta laugardag. Stefnt er að ræsa af öllum teigum kl tvö að staðartíma. Kórdrengirnir sem eru bændur í þetta sinn ætla að hafa þetta á kristilegum nótum þetta árið og blása til veglegs móts að þessu sinni. Betri bolti kallast fyrirkomulagið og flestir ættu að þekkja það. Semsagt tveir saman í liði og sá aðili sem er með betra punktaskor á holu notar sína punkta í punktabaukinn í það sinn. Gaman væri ef liðin mættu til leiks í eigin hönnun á búningum. Auðvitað munu bændur eigna sér lið til að keppa undir þeirra merkjum til að ganga úr skugga um það hvort tenór eða bassi séu betri golfbændur svo við höldum þeim sið til haga.

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara í punktakeppninni og eins fyrir ýmislegt annað sem við teljum verðlaunahæft í þessu móti. Teiggjafir og fleira spennandi einnig. Veðurspáin er bara býsna góð héðan séð. Rúmlega ísskáps hiti með sólarglennu ( Heimild RUV kl 19.30 27/9 ). Svo þegar bændur hafa heimt fé sitt af brautum blásum við til veislu þar sem uppstaðan verður afréttarfé sem eldað verður eftir einhverri list. Gaman væri að sem flestir gætu látið sjá sig og klárað með okkur þetta sólríka og forgjafar fallandi sumar með stæl. Svo við förum sæl inní vetrarbiðina eftir golfsumarinu 2017.

Skráning er á golf.is

Með okkar allra bestu kveðju

Kórdrengirnir

Steindór ( Tenór ) Guðmundur ( Bassi )

AMEN

Leave a Reply