Greiðsla árgjalda 2017

Sælir kæru klúbbfélagar í Golfklúbbi Hveragerðis

Á aðalfundi GHG 2016 voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2017. Árgjöld
hækka um 3% frá fyrra ári, en lækka verulega fyrir aldurshópinn 19-29
ára. Nú er komið að innheimtu árgjaldsins, en árgjöld 2017 eru
eftirfarandi:

Aldur Verð
Árgjald 30-66 ára 62.800 kr.
Árgjald 67+ 36.100 kr.
Hjónagjald   98.900 kr.
Öryrkjar   36.100 kr.
Árgjald 19 – 29 ára 36.100 kr.
Unglingar 16 – 18 ára 18.500 kr.
Unglingar 13 – 15 ára 7.200 kr.
12 ára og yngri Frítt
Aukaaðild Aðalklúbbur annar 44.300 kr.

Nýliðar (34+ í forgjöf við skráningu) fá 50% afslátt af árgjaldi á
fyrsta ári.
Aldursmörk miða við hvaða aldri félagsmaður nær á árinu 2017.

Boðið er uppá eftirfarandi leiðir til að gera skil á árgjaldinu:

1.  Greiðsla með einni greiðslu án alls kostnaðar með bankamillifærslu í
síðasta lagi föstudaginn 12. febrúar 2017 inn á bankareikning GHG:
Bankareikningur 314-26-925
Kennitala GHG 570893-2389
Mikilvægt er að kennitala félaga komi fram í tilvísun.
Staðfesting fyrir greiðslu verði send í tölvupósti til ghg@ghg.is

2.  Greiðslu skipt á þrjá greiðsluseðla sem birtist líka í heimabanka.
Gjalddagar 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl og eindagar 15. dag sama
mánaðar.
Kostnaður vegna greiðsluseðla greiðist af greiðanda.

3.  Greiðsla með einni greiðslu með greiðsluseðli sem birtist líka í
heimabanka.
Gjalddagi 15. febrúar og eindagi 2. mars.
Kostnaður vegna greiðsluseðils greiðist af greiðanda.

Þeir sem vilja nýta sér leið 1 þurfa að greiða fyrir 12. febrúar 2017.
Þeir sem vilja nýta sér leið 2 verða að tilkynna það með tölvupósti til
ghg@ghg.is í síðasta lagi 1. febrúar 2017.
Þeir sem ekki greiða skv. leið 1 og hafa ekki samband fá greiðsluseðil
skv. leið 3.
Félagar fá reikning fyrir árgjaldinu þegar það hefur verið greitt.
Ef engin ofangreind leið hentar verði það tilkynnt með tölvupósti til
ghg@ghg.is eða haft samband við formann eða gjardkera GHG.

Félagsmönnum er bent á að kynna sér hvort þeir eigi rétt á styrk frá
stéttarfélagi og/eða vinnuveitenda vegna árgjaldsins.

Stjórn GHG

Leave a Reply