Barna og unglingastarf GHG 2015

Barna og unglingastarf GHG 2015

ungl-sveitUndirbúningur fyrir golftímabilið 2015 hófst í raun á síðustu mánuðum ársins 2014 þar sem unglinga- og afrekshópur GHG hóf æfingar í byrjun nóvember að fullum krafti. Hópurinn hittist einu sinni í viku yfir veturinn í Hamarshöllinni auk þess sem kylfingar sinna flestir, undir eftirliti þjálfara, sinni eigin líkams og golfþjálfun. Nú á þessum fyrstu dögum sumars styttist í að hægt verði að æfa úti og mun þá æfingum fjölga í tvær á viku.

Markmiðið með unglinga- og afrekshóp GHG er að stuðla að góðum félagsanda, að bæta og þroska hæfileika kylfinga bæði innan og utan vallar, aðstoða kylfinga við að ná markmiðum sínum og undirbúa þá undir keppnisgolf. Einnig er mikilvægt að kylfingarnir í hópnum séu yngri iðkendum fyrirmyndir og taki þannig þátt í að efla nýliðun í barna og unglingastarfi klúbbsins.

Barna og unglingastarfið hefst nú á næstu vikum með hækkandi sól, hita og grænna grasi í Gufudal. Æfingar verða bæði á golfvellinum í Gufudal sem og á par 3 vellinum við Hótel Örk. Nánari upplýsingar um skipulag og tíma æfinga verður auglýst síðar.

Ingvar Jónsson

PGA golfkennari

Leave a Reply