Icelandair Golfers mótið var haldið í dag á Gufudalsvelli og var þetta fyrsta opna mót sumarsins. Fremur fjölmennt var í mótið og voru alls 77 keppendur skráðir til leiks, veðrið var hvasst fyrir fyrstu hópana en það lygndi og hlýnaði þegar leið á daginn. Vel tókst til við framkvæmd mótsins og var ánægjulegt að fyrsta opna mótið hafi tekist vel. Keppt var í punktakeppni ásamt besta skori án forgjafar.
Punktakeppni
 1. Helgi Róbert Þórisson           GKG   39 punktar
1. Helgi Róbert Þórisson           GKG   39 punktar
2. Jakob Már Böðvarsson         GK      37 punktar
3. Ólafur Dór Steindórsson      GHG  35 punktar
4. Guðjón Grétar Daníelsson   GR      34 punktar
5. Hjörtur Björgvin Árnason    GHG  34 punktar
Besta skor
 Ólafur Björn Loftsson    NK   72 högg
Ólafur Björn Loftsson    NK   72 högg
Nándarverðlaun
7/16 holu  Bjarni Sigþór Sigurðsson   GK  146 cm
9/18 holu Bjarni Sigþór Sigurðsson GK 141 cm
Lengsta teighögg á 2/11 holu
Jón Andri Finnsson GR
Hægt er að sjá nánari úrslit hér
Hægt er að vitja vinninga í síma 483-5090 eða í golfskála.
Golfklúbbur Hveragerðis þakkar keppendum fyrir ánægjulegan dag, og styrktaraðila mótsins.

 
			