Fréttir af aðalfundi 2025

Aðalfundur GHG 2025 var haldinn 9. Desember í golfskálanum Gufudal.

Fundurinn var settur kl. 20:00 af varaformanni, Þórhalli Einissyni, sem bauð félagsmenn velkomna og hóf dagskrá með kosningu fundarstjóra og fundarritara. Kristinn Kristjánsson var kosinn fundarstjóri og Anna Pála Víglundsdóttir fundarritari, bæði einróma.

Skýrsla stjórnar er komin inn á heimasíðu og má lesa hana þar. https://www.ghg.is/adalfundur-2025/

Helstu mál um fjármál voru eftirfarandi.

Sveinn Ingvason gjaldkeri kynnti ársreikning 2025. Rekstur var með miklum ágætum og hagnaður af rekstri um 15.000.000kr. Mjög mikil aukning á spiluðum hringjum og fjölgun félagsmanna sem skýrir meðal annars þessa góðu afkomu.

Ársreikning má finna á sömu slóð og hér að ofan.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir svipuðum tekjum. Félagsgjöld hækka lítillega og var samþykkt á fundinum 8% hækkun og ef greitt er fyrir febrúar lok, er í boði að greiða upphæð árgjalda sem voru 2025. Áfram einnig boðið upp á greiðsludreifingu.

Nýtt fólk í stjórn og  nýr formaður.

Vignir Demusson baðst lausnar á formennsku fyrir klúbbinn, en hann átti eitt ár eftir af sínum tíma. Sigurður Egilsson bauð sig fram og var hann kosinn einróma. Svo hann situr nú í eitt ár til að ljúka tímabili fyrir Vigni. Úr stjórn gengu þau Anna Pála Víglundsdóttir og Ólafur Ragnarsson sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og var þeim þakkað ásamt Vigni fyrir ómetanlegt starf undangenginna ára með blómvöndum og gull nælu klúbbsins. Í framboði til stjórnar voru fjórir um þrjú sæti og því kom til kosninga. Sveinn Ingvason gaf kost á sér áfram. Kosningu hlutu þau Sveinn Ingvason, Ásta Björg Ásgeirsdóttir og Brynja Hrafnkellsdóttir. Varamenn voru kosnir til eins árs og eru það þeir Hjörtur Björgvin Árnason, Arnar Geir Helgason og Gunnar Árnason sem buðu sig fram.

Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir innanfélagsmótaröðina. Fengu verðlaunahafar gjafabréf í golfhermi GHG. Hægt að nálgast gjafabréf í samráði við rekstrarstjóra. Nánar í skýrslu stjórnar um nöfn sem unnu.

Háttvísis bikarinn fékk að þessu sinni Guðlaug Jónsdóttir.

Tveir voru sæmdir titlinum heiðursfélagar GHG. Voru það þeir Júlíus G. Rafnsson og Erlingur Arthursson sem hlutu þessa nafnbót.

Þess má svo geta að í fundargerð er að finna ítarlegri yfirferð á öllu saman. Allt í frétt um fundinn og verður hún aðgengileg á heimasíðu innan skamms í sama hlekk og áður er greint frá.

Stjórn GHG skipa því.

Sigurður Egilsson formaður
Þórhallur Einisson
Sveinn Ingvason
Erlingur Arthursson
Ásta Björg Ásgeirsdóttir
Brynja Hrafnkellsdóttir

Eftir á að skipa í embætti stjórnar, en það fer inn á heimasíðu eftir að það kemur í ljós.

Leave a Reply