Sand Valley Mótið

Sand Valley golfmótið verður haldið hjá GHG í júní 2019, mótið er innanfélagsmót og þátttökurétt eiga klúbbfélagar sem greiða fullt árgjald (ekki aukafélaga).

Sigurvegarar á þessu innanfélagsmóti fá keppnisrétt á „Road to Sand Valley“ golfmótinu sem haldið verður á Sand Valley í lok ágúst 2019.

Verðlaun verða veitt fyrir:

  • Sigurvegara í höggleik
  • Sigurvegara í forgjafarflokki 0-18
  • Sigurvegara í forgjafarflokki 18,1-36

Vinningurinn hljóðar upp á eftirfarandi:

  • Akstur til og frá flugvelli í Póllandi
  • Fjögurra nátta gisting í lúxus húsum
  • Morgunverður alla morgna
  • Ótakmarkað golf þessa daga
  • Keppnisréttur á Road to Sand Valley
  • Matur og drykkir á mótsdegi

Sigurvegarar greiða fyrir flug til og frá Póllandi, hádegis og kvöldverð og drykki utan keppnisdags.

  Keppnisfyrirkomulag:  

Keppt verður í tveimur flokkum, <18 og  18,1-36.

Spilaðar verða 9 holur, sem má spila á 5 dögum 22. – 25. júní.

Keppendur skrá sig í mótaskrá klúbbsins á golf.is, skráð þann 25. júní, skrá síðan rástíma í rástímakerfinu þegar þeim hentar, mæta svo, borga mótsgjald og fá skorkort afhent í skála.

Spila þarf í það minnsta með einum öðrum keppanda í holli.

Keppendur geta skilað inn fleiri en einu skorkorti og telur þá bara besta skorið, greiða þarf mótsgjald fyrir hvert skorkort sem skilað er inn.

Lágmarks þátttökufjöldi í mótið er 20 manns, ef lámarksfjöldi næst ekki fá þeir sem greitt höfðu mótsgjald gjaldið endurgreitt.

Mótsgjald er kr. 2.000.-  

Leave a Reply