Nú er komið að opnun á vellinum fyrir alla.
Við opnum fyrir rástímabókanir á miðvikudagsmorgun og völlurinn opnar þann 1. maí. Skálinn opnar þar með og eru allir hvattir til að skrá sig í rástíma og gefa sig fram í afgreiðslu. Kaffi áskriftin er í boði í sumar eins og undanfarin sumur.
Golfnámskeið verður haldið þann 12, 14, 19 og 21. maí á mánudögum og miðvikudögum klukkutíma í senn frá 18-19 og kostar 15.000 kr. Nýliðaæfingar hefjast síðan 19. maí og verður fyrsta æfing klukkan 19:00. Það er innifalið fyrir nýliða í klúbbnum. Stuttaspils námskeið verður haldið líka í maí og skráning í allt saman er hjá PGA golfkennara klúbbsins Einari Lyng.
Gleðilegt golfsumar
Kær kveðja.
Stjórn og starfsmenn