Vetrarstarf

Vetrarpútmót
Nú hafa verið settar á tilslakanir sem gera það að verkum að það má halda púttmót. Ætlum við að hefja púttmótaröð á sunnudag um næstu helgi þann 17. janúar kl 10:00. Athugið grímuskylda er og ekki verða flögg í holum. Ekki verður boðið uppá kaffi og greiðsla á mótsgjaldi 500 kr. verður að fara fram í heimabanka. Nánar um það við mætingu í mótið. 

Inniæfingar fyrir félagsmenn
Nú á sunnudag verður fyrsti opni tíminn í Hamarshöllinni fyrir félagsmenn GHG. 
Settar verða upp stöðvar og geta kylfingar komið og farið hring á púttflöt og í sal. Mæta með kúlur sjálf. 3 stk. er nóg. Einnig verður hægt að slá í net og verður notast við Flight Scope. Því er stjórnað af Einari Lyng. 

Leave a Reply